Eldflaugaförin

Di: RÚV Hlaðvörp
  • Riassunto

  • Veturinn 1987 sigldi lítið skip undir fölsku flaggi inn í Gulahaf. Um borð voru sjö menn, ráðnir af bandarísku leyniþjónustunni til að ferja sérlega viðkvæman og mikilvægan farm til Bandaríkjanna, og í stafni stóð Íslendingur.

    Lífshlaup vélstjórans Birgis Þórs Helgasonar er lyginni líkast. Hann lék mikilvægt hlutverk í varnarmálum Vesturlanda í algerri kyrrþey en hér segir hann ævisögu sína, af sjóskaða, bróðurmissi og að sjálfsögðu eldflaugaförinni, í fyrsta skipti.


    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    RÚV Hlaðvörp
    Mostra di più Mostra meno
  • Aukaþáttur: Tollararnir
    Jul 7 2024

    Guðrún Hálfdánardóttir ræðir við Brynjólf Karlsson og Jónas Hall sem kynntust þegar þeir voru 12 ára og störfuðu sem tollverðir um árabil.


    Tónlist: Stolin stef - Gunnar Gunnarsson

    Speak softly - Haukur Heiðar Ingólfsson

    Catching Lightning - Alex Mastronardi.


    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Mostra di più Mostra meno
    40 min
  • 5. þáttur: Komu aldrei til hafnar
    Jul 6 2024

    Birgir Þór Helgason var boðaður á fund í höfuðstöðvum bandaríska varnarmálaráðuneytisins haustið 1986 og fenginn til að stýra leiðangri hringinn í kringum jörðina; leynilegum siglingarleiðangri sem tók á annað ár í þeim tilgangi að flytja mikilvægan farm. Þessi farmur kom aldrei til hafnar samkvæmt opinberum gögnum. Samt, átti hann eftir að setja mark sitt á hernaðarsögu heimsins.

    Viðmælendur í þættinum eru: Albert Jónsson, Birgir Þór Helgason og Jón Ingi Þórarinsson.


    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Mostra di più Mostra meno
    41 min
  • 4. þáttur: Út í óvissuna
    Jun 29 2024

    Haustið 1986 tók Birgir Þór Helgason vélstjóri að sér verkefni án þess að vita hvað það fól í sér. Næstu misserin sigldi hann, ásamt áhöfn, gömlu smyglskipi heimsálfa á milli. Það var ekki fyrr en seint og um síðir að upplýst var um hver förinni var heitið og hvað biði þeirra þar.




    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Mostra di più Mostra meno
    40 min

Cosa pensano gli ascoltatori di Eldflaugaförin

Valutazione media degli utenti. Nota: solo i clienti che hanno ascoltato il titolo possono lasciare una recensione

Recensioni - seleziona qui sotto per cambiare la provenienza delle recensioni.